Fyrirtækið hefur mikla reynslu á öllum sviðum bólstrunar fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Við sérhæfum okkur í að binda upp og klæða gömul húsgögn.

Auk þess sinnum við öllum almennum viðgerðum s.s. á húsgögnum, í húsbílum, skipum og bátum. Innan höfuðborgarsvæðisins komum við á staðinn og gerum föst verðtilboð sé þess óskað. Einnig er hægt að senda okkur mynd og fá tilboð. Vönduð vinna.

Ásgrímur Þór lærði bólstrun í Bólstrun Ásgríms hjá föður sínum Ágrími P. Lúðvíkssyni á árunum 1965 – 1970 og starfaði þar til 1976.

Bólstrun Ásgríms Þórs var stofnuð á Egilsstöðum 1976 og er nú staðsett að Smiðjuvegi 6 (rauð gata), í Kópavogi.